Leitin að hamingjunni er villuljós, að finna gleðina er gjöf hamingjunnar.

Taó

15.
Þeir er til forna voru sem meistarar, 
voru á laun í einingu við ósýnilegu kraftana. 
Djúpir voru þeir, svo að maður getur ei þekkt þá. 
Af því að maður getur ei þekkt þá, 
því getur maður aðeins með fyrirhöfn útskýrt þess ytra. 
Hikandi, eins og sá sem fer yfir fljót að vetri, 
varkár, eins og sá er óttast nágranna sinna úr öllum áttum, 
hógvær eins og gestir, 
farandi eins og ís sem bráðnar, 
einfalt, eins og óunnið efni, 
breiðir voru þeir eins og dalurinn, 
ósýnilegir eins og hið grugguga. 
Hver getur (eins og þeir) tært það grugguga með kyrrðinni? 
Hver getur (eins og þeir) myndað ró með varanleika? 
Sá sem varðveitir þennan skilning, 
þráir eigi ofgnótt. 
Því aðeins vegna þess að hann hefur ei ofgnótt, 
getur hann verið lítils háttar, 
forðast hið nýja 
og öðlast fullnun.
Sækja nýtt slembivers.

Texti birtur með góðufúslegu leyfi Netútgáfunnar.

Í hvert sinn sem komið er á síðuna birtist einn kafli úr Bókinni um veginn eftir Lao Tse og sjaldan sami kaflinn tvisvar.
Til að fá tengil í þann texta sem nú er á síðunni má velja að bókamerkja hér fyrir neðan, og breytist þá slóðin þannig að hægt er að geyma slóðina.

Fasttengill í vers 15