77. Skilningur himinsins er sem sá er spennir bogann! Því háa þrýstir hann niður, því djúpa hækkar hann. Því sem hefur of mikið, rýrir hann, því sem hefur ei nóg, bætir hann. Skilningur himinsins er, að rýra það sem hefur of mikið, að bæta það sem hefur of lítið. Skilningur mannsins er eigi svo. Hann rýrir það sem hefur ekki nóg, og eykur það sem hefur of mikið. Hver er fær um, að koma til heimsins því sem hann hefur of mikið af? Aðeins sá, sem hefur skilningin svo. Einnig svo hinn kallaði: Hann virkar og safnar ekki. Sé verkið fullgert, dvelur hann ei við það. Hann óskar eigi að sýna öðrum gildi sitt.Sækja nýtt slembivers.
Texti birtur með góðufúslegu leyfi Netútgáfunnar.
Í hvert sinn sem komið er á síðuna birtist einn kafli úr Bókinni um veginn eftir Lao Tse og sjaldan sami kaflinn tvisvar.
Til að fá tengil í þann texta sem nú er á síðunni má velja að bókamerkja hér fyrir neðan, og breytist þá slóðin þannig að hægt er að geyma slóðina.