Lærðu að sjá verðleika þína, en ekki auglýsa þá.

Taó

67.
Allur heimurinn segir að skilningur minn sé vissulega stór, 
en svo að segja ónothæfur. 
Einmitt vegna þess að hann er stór, 
þessvegna er hann svo að segja ónothæfur. 
Ef hann væri nothæfur, 
væri hann löngu orðinn lítill. 
Ég hef þrjá fjársjóði, 
sem ég met og varðveiti. 
Einn heitir kærleikur; 
annar heitir nægjusemi; 
þriðji heitir: voga ei að trana sér fram fyrir heiminn. 
Með kærleika er hægt að vera hugrakkur, 
með nægjusemi er hægt að vera örlátur. 
Vogi maður sér ei að trana sér fram fyrir heiminn, 
getur maður verið aðall fullgerðra mannvera. 
Ætli maður að vera hugrakkur án kærleika, 
Ætli maður sér örlæti án nægjusemi, 
Ætli maður að koma sér áfram án þess að standa að baki: 
það er dauðinn. 
Hafi maður kærleika í baráttu, þá sigrar maður. 
Hafi maður hann í vörn, er maður ósigrandi. 
Þeim sem himininn vill bjarga, 
þann ver hann með kærleika.
Sækja nýtt slembivers.

Texti birtur með góðufúslegu leyfi Netútgáfunnar.

Í hvert sinn sem komið er á síðuna birtist einn kafli úr Bókinni um veginn eftir Lao Tse og sjaldan sami kaflinn tvisvar.
Til að fá tengil í þann texta sem nú er á síðunni má velja að bókamerkja hér fyrir neðan, og breytist þá slóðin þannig að hægt er að geyma slóðina.

Fasttengill í vers 67