Ef nef þitt er alveg ofan í hverfisteininum og þú hefur það þar nógu lengi muntu þegar frá líður afneita tilvist hjalandi lækja og fugla sem synga. Því þetta þrennt verður þá allt þitt líf: Þú sjálfur, steinninn og vesalings nefið.

13.08.2011

Raider Waite Tarot

Raider Waite spilin eru með þekktustu Tarot stokkum dagsins í dag. Flestir sem lært hafa að nota Tarot spil þekkja þessi spil og nota þau reglulega.

Spilin eru hönnuð af Arthur Edward Waite og eru þau einföld í notkun, björt og með öllum táknum sem máli skipta.

Það er bjart yfir þessum spilum og auðvelt að læra á þau og nota þau. Flestir sem nota Tarot spil að staðaldri eiga eða hafa átt þessi spil og hugsa til þeirra með hlýju.

Myndirnar sem útskýra Major Arcana eru skýrar og greinargóðar, bjart er yfir þeim öllum. Mjög auðvelt er að átta sig á þvi hvað táknmyndirnar standa fyrir þegar spilin eru notuð.

Minor Arcana hlutinn er að sama skapi skýr og greinargóður. Mörgum þykir jafnvel erfitt að hætta notkun þessara spila af þeim sökum því flestir alvarlegri stokkar á borð við Thoth spilin einblýna betur á talnaspeki mynstur.

Pamela Colman Smith er konan sem teiknaði spilin eftir forskrift frá Waite. Pamela komst í kynni við "Hermetic Order of the Golden Dawn og í gegnum þann félagsskap í kynni við Waite. Líklega hefur hún einnig þekkt ýmsa dulspeki frá Jamaice en hún bjó þar um tíma með foreldrum sínum.

Sem fyrr segir eru þessi spil vinsæl meðal byrjenda. Þau eru mjög aðgengileg, þægileg og skýr, svo auðvelt er fyrir byrjendur að átta sig á þeim.

Gaman er að leggja spilin og mjög algengt er að fólk haldi sig árum saman við þá reynslu og þekkingu sem frá þeim geislar. Mjög þægilegt er að setjast niður með þessum spilum og leika sér að því að giska á merkingu þeirra áður en þeim er flett upp í bók.

 


Aðrar greinar

Aleister Crowley

Aleister Crowley var aðal höfundur Thoth spilanna. Hann var englendingur fæddur árið 1875 og dó árið 1947. Margt hefur verið ri …

Lady Frieda Harris

Lady Frieda Harris var fær listamaður en þekktust fyrir að teikna Thoth spilin í samstarfi við Aleister Crowley. Margir hafa velt vöngum yfir hvers eðlis samskipti  …

Raider Waite Tarot

Raider Waite spilin eru með þekktustu Tarot stokkum dagsins í dag. Flestir sem lært hafa að nota Tarot spil þekkja þessi spil og nota þau reglulega.

Talnaspekin

Talnaspekin er ævalöng grein. Segja má að hún hófst þegar apar byrjuðu að telja á fingrum sér. Vitað er að mannapar sem ekki tala eins og við menn geta talið og vitað fjölda án þess að gefa tölustö …

Tarot spilin

Margt hefur verið skrifað og skrafað um Tarot spilin, bæði jákvætt og neikvætt. Margir eru á mót þeim og enn aðrir þeim hlyntir. Engum blöðum er um það að fletta að þau geyma mjög mik …

Thoth Tarot

Þetta eru Thoth spilin sem Aleister Crowley samdi og fékk Lady Frieda Harris til að teikna fyrir sig. Þessi spil njóta mikillar virðingar, bæði fyrir listræna framsetningu og djúpstæða merkingu hve …

Um spámanninn

Vefurinn spamadur.is hóf göngu sína í núverandi mynd vorið 2010. Markmið vefsins er að geta rita …