12.07.2011
Lady Frieda Harris var fær listamaður en þekktust fyrir að teikna Thoth spilin í samstarfi við Aleister Crowley. Margir hafa velt vöngum yfir hvers eðlis samskipti þeirra eða samband hafi verið. Ef eitthvað er að marka Wikipedia voru þau fyrst og fremst góðir vinir og samstarfsfélagar.
Ekki er margt vitað um sögu hennar í hinu dulræna. Aftur á móti er vel þekkt saga hennar sem virt kona í hinu enska samfélagi.
Vitað er að hún hafði mikinn áhuga á ýmsu dulrænu, eins og algengt er meðal heldra fólks á Englandi, en lítið vitað um hversu lærð eða reynd hún var á því sviði.
Hvað svo sem vitað er um konuna sjálfa eða samband hennar við Crowley mun nafn hennar lifa lengi í sögunni. Sérstaklega fyrir starf hennar við teikningu og þróun THOTH spilanna.
Nafn Thoth spilanna er vísun í Egypska guðinn Thoth, sem var frekar skríbent eða ritari Egypsku guðanna. Crowley var mjög áhugasamur um uppruna vestrænnar mýtológíu og hafði rakið mörg vestræn mýtu-tákn þangað.
Lady Frieda Harris þrotlaust við teikningu spilanna eftir forskrift og oft uppdráttum frá Crowley sjálfum. Mörg spilanna voru upprunalega í annari mynd en þau þekkjast í dag. Mörg þeirra voru teiknuð í mörgum útgáfum. Sum þeirra allt að átta sinnum, og öll í mun stærra broti en þekkt er í hefðbundnum stokkum í dag.
Öll þessi vinna var unnin af áhuga og ósérhlífni sem vekur aðdáun þeirra sem til þekkja. Crowley sjálfur leit á þessa vinnu sem mikilvægasta verk ævi sinnar og heyrst hefur að hann hafi ekki náð að ljúka því áður en hann dó.