02.04.2011
Aleister Crowley var aðal höfundur Thoth spilanna. Hann var englendingur fæddur árið 1875 og dó árið 1947.
Margt hefur verið ritað og skrafað um Crowley. Á Wikipedia er mjög góð grein um ævi hans. Einnig hefur Sigurfreyr gert honum góð skil á Íslensku.
Á yngri árum erfði hann nokkurt fé og tók þá ákvörðun að verja ævi sinni í að eltast við andleg fræði á þann hátt sem þau höfðuðu til hans.
Hann var staðfastur í þessari ætlan sinni, lærði allt sem hann komst í bæði af lesefni og reynslu hjá öðru fólki sem lært hafði meira en hann.
Hann var iðinn fjallgöngumaður í tómstundum og fór óhikað í ferðalög til fjarlægra landa - sem var mun erfiðara en hjá okkur nútímafólki - og oft með öðru fólki til að klífa hættuleg fjöll.
Þá var hann óhræddur við að prófa alls kyns mystík og jafnvel kukl af ýmsum toga. Hann ritaði um þá reynslu sína sem gaf honum svör en var óhræddur að hnýta niðurstöður sínar í dulrænu sem ekki lá öllum opin.
Margir hafa tjáð sig um niðurstöður hans svo þeim verður ekki gerð nánari skil hér en eitt stendur þó uppúr fyrir þá sem sjá það. Hann áttaði sig á samspili í dansinum á milli góðs og ills sem ekki er öllum ljós.
Líklega er það einmitt hugrekki hans að fara ótroðnar slóðir og skeyta lítt um eigin hag sem vakið hefur svo mikla umfjöllun. Margir tala um galdra iðkun hans á neikvæðan hátt en aðrir að hann hafi verið góður maður nærri englum líkur, en allir sem tala um hann sjá hann með eigin sólgleraugum.
Í augum spamadur.is er hann fyrst og fremst eitt af stóru nöfnunum í andlegri leit. Sérstaklega stendur eftir hann sú útgáfa af Tarot spilunum sem mest er virkt í heiminum í dag.